Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

40 Innbyggður lesandi Þegar höfundur skrifar texta gerir hann ráð fyrir tilteknum lesanda eða lesendahópi og mark- ast textinn af því. Höfundur barnabókar veit til dæmis að reynsluheimur barna er annar en reynsluheimur fullorðinna og hann gætir þess að skrifa ekki eitthvað sem er óviðeigandi eða of flókið fyrir hinn innbyggða lesanda eða aldurshópinn sem bókin er ætluð. Höfundar ung- lingabóka gera á sama hátt ráð fyrir því að lesendur þekki vel heim kvikmynda og efnistökin taka gjarnan mið af því. Innbyggður lesandi er hluti af textanum sjálfum og er aðeins til innan skáldverksins. Íslendingasaga Íslendingasögur eru veraldlegar sögur sem fjalla um Íslendinga á tímabilinu frá landnámsöld til loka sögualdar á fyrri hluta 11. aldar, þ.e. fyrir ritöld. Sögurnar eru séríslenskt sköpunarverk og ekki eru til erlendar hliðstæður, hvorki að efni né formi. Til eru um fjörutíu sögur en þær hafa ekki varðveist í upprunalegri mynd heldur í afritum. Ekki eru til neinir frumtextar og ekkert er vitað um höfunda sagnanna. Sumar þeirra hafa varðveist í skinnhandritum en aðrar eingöngu í pappírshandritum. Mörg handrit af sömu sögu benda til vinsælda hennar. Meðal þekktustu og bestu handritanna er Möðruvallabók sem er skrifuð um miðja 14. öld. Flestar sögurnar eru skrifaðar á 13. og 14. öld. Sögurnar fjalla oftast um það hvernig fólk deildi og hvernig það komst að lokum að einhvers konar sáttum í íslenska þjóðveldissamfélaginu. Þar voru bæði lög og dómstólar til staðar en framkvæmdavald til þess að fullnægja dómum vantaði. Menn urðu því að framfylgja þeim sjálfir og þurftu að reiða sig á aðstoð ættmenna og vina. Þess vegna skiptu ættartengsl mjög miklu máli á þessum tíma. Hefndarskyldan var afar mikilvæg og flókin ættartengsl gátu skapað vandamál. Höfðingjar nutu yfirleitt fylgdar bænda og húskarla. Sæmdin er þunga- miðja í hugmyndaheimi sagnanna. Ástríður og tilfinningar sögupersónanna eiga örlagaríkan Nöfn nokkurra sagna Bandamanna saga Bárðar saga Snæfellsáss Bjarnar saga Hítdælakappa Brennu-Njáls saga Droplaugarsona saga Egils saga Eiríks saga rauða Fóstbræðra saga Grettis saga Gísla saga Súrssonar Gull-Þóris saga Gunnlaugs saga ormstungu Heiðarvíga saga Hrafnkels saga Freysgoða Hænsna-Þóris saga Króka-Refs saga Laxdæla saga Ljósvetninga saga Víga-Glúms saga

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=