Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

39 Huglægni Huglæg lýsing eða frásögn felur í sér tilfinningaleg viðhorf og dóma. Markmiðið er að gera grein fyrir afstöðu mælanda og höfundar og hafa um leið áhrif á viðmælanda eða lesanda. Í huglægum texta er höfundur sýnilegur og algengt er að nota fyrstu persónu frásögn. Notuð eru orð sem lýsa tilfinningum eða eru gildishlaðin. Hæka Hæka er meira en 700 ára gamall japanskur bragarháttur. Hann varð vinsæll á Íslandi með tilkomu atómskáldanna á 20. öld. Hækan hefur þrjár ljóðlínur og þarf ekki að innihalda rím eða stuðlasetningu. Á hinn bóginn krefst hún ákveðins atkvæðafjölda í hverri línu. Fyrsta og þriðja lína innihalda fimm atkvæði og í annarri línu eru sjö atkvæði. Hæka á að innihalda eina mynd eða tilfinningu. Hækur um vorið Ástin er yndi sumars er blómin gróa í heitum hjörtum. Fálmandi hendur tvö ungmenni á göngu það gerir vorið. Þungbúin skýin sigla yfir heiðina vorvindar næða. Allra veðra von þegar vor er í lofti á norðurslóðum. Pjetur Hafstein Lárusson 1. lína – 5 atkvæði 2. lína – 7 atkvæði 3. lína – 5 atkvæði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=