Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
38 Hrynjandi Taktur eða hljómfall í töluðu máli, þegar áhersluþung og áherslulétt atkvæði skiptast á, kallast hrynjandi. Hrynjandi í talmáli og kveðskap er ekki af sama toga enda er hrynjandi talmáls óregluleg. Reglubundin hrynjandi er hins vegar eitt af einkennum kveðskaparins. Hrynjandi semmyndast þegar orðummeð tveimur atkvæðum er raðað saman er annars konar en þegar orðum með þremur atkvæðum er raðað saman. Eitt atkvæði: Ösp sá mig í gær með þig og Pál mér við hlið. Tvö atkvæði: Hérna eru allir þessir góðu krakkar saman komnir. Þrjú atkvæði: Þórólfur bakari leitaði óhræddur þrekvöxnu konunnar. Óregluleg hrynjandi: Við munum líklega hittast næst í Kaupmannahöfn. Hugblær Hugblær texta tengist tilfinningum, skynjun eða upplifun lesanda. Höfundur getur haft áhrif á hugblæ með orðavali, stíl, sjónarhorni, myndmáli eða jafnvel uppsetningu. Hugblærinn getur verið háðslegur, gamansamur, glaðvær, angurvær eða tregafullur – svo fátt eitt sé nefnt. Hugblær angurværð kvíði tregi söknuður Haust Lengir nóttu, lúta höfðum blóm laufið titrar fölt á háum reinum vindur hvíslar ömurlegum óm illri fregn að kvíðnum skógargreinum greinar segja fugli og fuglinn þagnar. Í brjósti mannsins haustar einnig að og upp af hrelldu hjarta gleðin flýgur en vetrarmjöll í daggardropa stað á dökkvan lokk og mjúkan þögul hnígur og æskublómin öll af kinnum deyja. Grímur Thomsen
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=