Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

Bækur (Breiðhenda) Bækur eru þykkar, þunnar, þungar, léttar, djúpar, grunnar, óþekktar og öllum kunnar, augu og eyru, nef og munnar. Gaman er að liggja og lesa langar nætur uppi í bæli söguskruddur, skræður, pésa, skýrslur, ljóð og eftirmæli. Ótal bækur bíða í hillum, blína út í næturhúmið, troðfullar af visku og villum, vilja komast með í rúmið. Þar er sól og þar er bylur, þar er sorg og mikil kæti, þar er allt sem þjóðin skilur: þögn og ró og skrípalæti. Þórarinn Eldjárn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=