Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

37 Hneigð Afstaða eða skoðun höfundar í skáldverki er kölluð hneigð. Gerður er greinarmunur á með- vitaðri og ómeðvitaðri hneigð. Þegar höfundur vill koma ákveðnum boðskap til skila er það kallað meðvituð hneigð. Það getur t.d. verið skoðun hans á skólamálum, pólitískar skoðanir eða trúarlegar. Ómeðvituð hneigð er vandmeðfarnari því þá byggist túlkun bókmenntaverks- ins á einhverju sem höfundurinn var kannski ekki meðvitaður um – og er jafnvel ósammála. Þá þarf að forðast rangtúlkun og gæta sín á að lesa ekki eitthvað út úr verkinu sem erfitt er að rökstyðja. Ómeðvituð hneigð getur verið atriði eins og kvenfyrirlitning, menntahroki, kynþáttafordómar, andstaða gegn fóstureyðingum, andstaða gegn einkaskólum. Boðskapur er skylt hugtak en hann er yfirleitt skýrari og auðveldara að átta sig á honum. Hrollvekja Hrollvekja hefur þann tilgang að hræða lesandann eða vekja með honum óhug. Sögusviðið er oft dimmt og dularfullt og persónurnar ekki af holdi og blóði. Einn af þekktari hrollvekjuhöfundum bókmenntanna er Edgar Allan Poe (1809–1849). Af nútímahöfundum má nefna Stephen King. Drakúla greifi er líklega með eftirminnilegri sögupersónum hrollvekjunnar en hrollvekjan um hann er eftir Bram Stoker. Fótspor hins illa Maria Stewart er glæsileg og gáfuð stúlka af íslenskum ættum sem alist hefur upp með for- eldrum sínum í Englandi. Framtíðin er björt, hún er að búa sig undir að taka við arðvænlegu fyrir- tæki föður síns þegar heimurinn hrynur umhverfis hana. Foreldrar hennar farast voveiflega og fréttir berast af andláti systur hennar á Íslandi. Þessir atburðir leiða Mariu til ættlands síns. Ljóst er að dauði systurinnar er ekki eðlilegur, óhugnaðurinn magnast og fyrr en varir er Maria föst í veröld forn- eskju og djöfladýrkunar. Hver ógnaratburðurinn rekur annan og tvísýnt er hvort Maria haldi lífi. Skjaldborg Birgitta H. Halldórsdóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=