Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

36 Hluti fyrir heild Ein tegund myndmáls er þegar aðeins hluti einhvers fyrirbæris er nefndur í stað þess að tala um það allt. Sá hluti einkennir fyrirbærið það skýrt að lesandinn á auðvelt með að átta sig á fyrir hvað hann stendur. Með því að nefna aðeins hluta fyrirbærisins er vakin sérstök athygli á þeim hluta og lesandinn sér ósjálfrátt fyrir sér mynd í huganum. Sem dæmi má nefna þegar talað er um lambsfeld í stað kindar, segl í stað skipa eða þegar fólk er kallað góðir hálsar. Hafís Vordauðans sigð er á lofti um allt land. Hver lambsfeldur skelfur við heiði og sand. Hið volduga, harða, helþrönga band tengir hugi og vonir á sóldögum köldum og löngum. Einar Benediktsson Hlutlægni Hlutlæg lýsing eða frásögn leggur áherslu á staðreyndir eða að lýsingin líti út fyrir að vera sönn. Ekki er skyggnst inn í huga persóna og sagt frá hugsunum þeirra eða tilfinningum og ekki er lagður dómur á gjörðir þeirra. Hlutlægni einkennir frásagnarhátt Íslendingasagna þótt ýmislegt sé gefið í skyn óbeint. Lambsfeldur stendur hér fyrir orðið kind. Góðir hálsar!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=