Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
35 Helgikvæði Frá kristnitökuárinu 1000 og fram að siðaskiptum 1550 ortu Íslendingar helgikvæði. Blómaskeið þeirra var hins vegar á 14. öld. Frá þeim tíma er eitt þekktasta helgikvæði miðalda, Lilja, eftir Eystein munk. Það var svo vinsælt að til varð málshátturinn „allir vildu Lilju kveðið hafa“. Annað þekkt helgikvæði er Sólarljóð. Eitt af kristnu helgikvæðunum frá því snemma á 13. öld lifir enn góðu lífi og er oft sungið við ýmis tækifæri. Það heitir Heyr, himna smiður og er eftir Kolbein Tumason. Þótt textinn sé svona gamall er vel hægt að skilja um hvað er ort. Hlutgerving Hlutgerving er tegund af myndmáli. Hún felst í því að það sem er lifandi fær eiginleika dauðra hluta. Einnig á hún við um það þegar hægt er að snerta eitthvað sem er ósnertanlegt, t.d. þegar sagt er: „Loftið var svo þungt að það mátti skera það í sneiðar.“ Heyr himna smiðr hvers skaldit biðr, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig þú hefr skaptan mig; eg em þrællinn þinn, þú ert dróttinn minn. Kolbeinn Tumason
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=