Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

34 Hefðbundið ljóð Algengt er að ljóð séu flokkuð í hefðbundin ljóð og óhefðbundin. Í hefðbundnum ljóðum er farið eftir reglum um stuðlasetningu, rím og atkvæðafjölda. Fornkvæðin eru öll hefðbundin og á Íslandi ortu menn að mestu hefðbundið fram undir miðja 20. öld. Hefðbundin eru einnig ljóð þar sem gerð er krafa um réttan atkvæðafjölda, t.d. hin japanska hæka og tanka. Það var eitt kvöld Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið. Jón Helgason Heiti Í skáldskap er algengt að nota ýmis orð sem ekki eru notuð í hversdagsmáli. Þessi orð eru kölluð heiti og samsvara því sem kallað er samheiti í daglegu máli. Heiti voru mikið notuð í fornum skáldskap, t.d. dróttkvæðum. Nokkur algeng heiti: hestur : drösull, fákur, jór konungur : dróttinn, döglingur, fylkir, gramur, hilmir, jöfur, lofðungur, ræsir, rögnir, siklingur, stillir, vísir, þengill, þjóðann maður : gumi, greppur, halur, rekkur, seggur, skati menn : gotnar, firar, lýðar, kníar, virðar sjór : gymir, mar, ver kona : drós, hrund, man, sprund, svanni, víf sverð : mækir spjót : geir orrusta : gunnur, hildur, róma skip : gnoð, kjóll

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=