Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

33 Háð Háð er ein gerð stílbragða. Þá segir höfundur eitt en meinar annað. Markmiðið er oft að koma ádeilu á framfæri, ekki síst ef mönnum blöskrar ástand mála. Háðið getur legið í augum uppi en stundum þarf að rýna í textann til að átta sig á því. Saga sú af dauðadæmdri þrá og deilum foreldra um auð og völd sem á dánarbeði barna endi fá er einmitt sú sem sögð er hér í kvöld. Að leika þetta verk er vandamál en á vandamáli því er mjög vandað mál. Þýðing Hallgrímur Helgason Góðærisóður Ég hugsa til þess hrærður, að hátekjumenn þurfa að vaka veizlunætur og vera á skrifstofunni fram til þrjú og fjögur frá því klukkan tíu. Og þó þeir séu heima (í húsunum sínum nýju) er allt í þeirra ábyrgð, og engu mega þeir gleyma, og alltaf vera að reikna og reksa um kaup og sölur og rita háar tölur og græða kannski miklu minna en þeir áttu að gera. Jón úr Vör

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=