Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
32 Goðafræði Orðið goðafræði er almennt notað yfir frásagnir af goðum og vættum í trúarbrögðum. Stundum eru þessar sögur kallaðar goðsögur. Grísk goðafræði segir frá guðum Forn-Grikkja en í norrænni goðafræði eru sagðar sögur af norrænum goðum og gyðjum í heiðnum sið áður en kristin trú breiddist út á Norðurlöndum. Helstu heimildir um norræna goðafræði eru eddukvæði og Edda Snorra Sturlusonar eða Snorra-Edda. Frásagnir af því hvernig heimurinn varð til er kjarni margra goðsagna. Í norrænni goðafræði segir frá því hvernig bræðurnir Óðinn, Vili og Vé sköpuðu heiminn úr líkama Ýmis sem nærðist á mjólk úr kúnni Auðhumlu. Sagt er frá ásum og ásynjum, Ásgarði og Miðgarði, Valhöll og og Hel, Mímisbrunni og Hvergelmi, hrímþursum, örlaganornum, fyrstu mönnunum Aski og Emblu, Óðni, ættföður ása, Þór, Baldri, Loka, Frigg, Freyju, Frey, Fenrisúlfi, Miðgarðsormi, hrímþursum og ragnarökum. Harmleikur Harmleikur er ein tegund skáldskapar. Umfjöllunarefnið er mannlegur breyskleiki og sá harmleikur sem fylgir óviturlegum ákvörðunum. Ekki nægir að söguefnið sé sorglegt til þess að verkið kallist harmleikur. Söguhetjurnar þurfa að standa skil gerða sinna og hafa aðeins um tvo kosti að velja sem hvorugur þykir góður, upplifa togstreitu, þjáningar eða harm. Aristóteles taldi harmleiki og gamanleiki tvær helstu greinar skáldskapar. Harmleikurinn um Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare er mörgum kunnur. Prólóg Tvær stórar ættir jafnar að fé og frægð, er forðum deildu með sér Verónsborg nú deila hvor við aðra af engri vægð svo úthellist þeirra blóð um fögur torg. En jafnvel slíkar ættir eignast börn og illu heilli kviknar með þeim ást sem dregur þeirra líf í dauðans kvörn; við dánarfregn þá sættir feðra nást.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=