Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
31 Fyrstu persónu frásögn Rithöfundur getur valið mismunandi sjónarhorn þegar hann skrifar sögu. Hann getur notað sögumann og skrifað fyrstu persónu frásögn. Þannig skapar hann mikla nálægð við lesendur. Sögumaður tekur beinan þátt í atburðum verksins ólíkt þriðju persónu frásögn. Sjálfsævisögur og dagbækur eru skrifaðar í fyrstu persónu. Algengt er einnig að skáldsögur um einkaspæjara, rómantískar bókmenntir og þroskasögur séu í fyrstu persónu. Með þessari frásagnaraðferð getur sögumaður ekki verið alvitur og sagt hvað aðrir hugsa eða velta fyrir sér. Það var heitt í skólastofunni. Mátti skera loftið í sneiðar. Uppstoppaði lundinn á hillunni var að blikka mig. Fyrst dró hann annað augað í púng, þá hitt. Ég dró augað í púng á móti. Hávær snýtíng og ég hrökk í kút. Bjarni buna, umsjónarkennarinn mikli starði á mig. Ég reyndi að ná honum í skarpa, hálfvíða mynd. Ólafur Haukur Símonarson: Gauragangur Gamanleikur Gamanleikur (kómedía) er skáldverk sem hefur þann helsta tilgang að skemmta lesendum eða áhorfendum á svolítið ýktan hátt. Oft snúast gamanleikir um misskilning af einhverju tagi. Jafnvel er hæðst að einhverju úr samtímanum og gamanleikurinn verður þannig í raun ádeila. Glæpasaga Glæpasögur eru stundum nefndar sakamálasögur eða spennusögur. Þær eru gjarnan flokk- aðar sem afþreyingarbókmenntir. Sögurnar hafa ákveðið form sem greinir þær frá öðrum skáldskap. Auk þess sem þær fjalla alltaf um glæp innihalda þær alltaf einhverja gátu sem leysist ekki fyrr en í lok bókarinnar. Ýmis atriði eru notuð til að skapa spennu eða villa um fyrir lesendum. Þekktir íslenskir glæpasagnahöfundar eru t.d. Arnaldur Indriðason, Árni Þórarinsson, Birgitta H. Halldórsdóttir, Jón Hallur Stefánsson, Stella Blómkvist, Viktor Arnar Ingólfsson, Yrsa Sigurðardóttir og Ævar Örn Jósepsson.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=