Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

30 Frásagnarháttur Sú leið sem höfundur velur til þess að segja sögu er kölluð frásagnarháttur eða frásagnarað- ferð. Frásagnarháttur er vítt hugtak sem útskýrir hvernig höfundur segir frá, hvert er sjónar- hornið, byggingin, persónusköpunin, umhverfið, tíminn, stíllinn. Algengt er að frásagnarháttur barnabóka einkennist af einfaldleika, glæpasögur af flókinni atburðarás, Íslendingasögur af hlutlægni, unglingabækur af hraða og spennu – svo fátt eitt sé nefnt. Brot úr ritdómi Frásagnarhátturinn er knappur og hægur, stíllinn einfaldur og engu ofaukið. Hvert orð hefur vægi, hvert tilsvar. Yfirbragðið minnir um margt á stílbrögð Íslendingasagna, sjónar- horn höfundar virkar hlutlægt en undir yfirborðinu leynist höfundur með miklar skoðanir. Einstaka sinnum er eins og klippt sé á atburðarásina, svipað og í nútímakvikmynd þar sem klipparinn hefur fengið frjálsar hendur. Endurlit er mikið notað og setur svip sinn á frásögn- ina, ýtir við lesandanum og minnir á löngu liðna atburði sem verður að halda til haga í sögunni. Sviðsetningin er nákvæm og auðvelt að skapa mynd af umhverfinu í huga sér. SKS Furðufrásögn Hugtakið furðusaga eða fantasía á við um skáldsögur þar sem höfundur notfærir sér yfirnátt- úrulega þætti á borð við töfra, skrímsli, álfa, dverga og fleira. Margar þeirra innihalda einnig stef frá miðöldum eins og prinsessur, konungdæmi og riddara. Furðufrásagnir eru skyldar vís- indaskáldsögum og hrollvekjum. Þeim svipar um margt til ævintýra en öfugt við þau er reynt að skapa umhverfi og aðstæður sem líkjast að mörgu leyti raunveruleikanum þótt atburðirnir gerist í ímynduðum heimi. Algengt einkenni sagnanna er barátta milli góðs og ills. Nokkrar furðusögur Álagadalurinn Blíðfinnur Brúin yfir Dimmu Drekagaldur Drekasaga Dularfulla dagatalið Galdur vísdómsbókarinnar Gauti vinur minn Gegnum þyrnigerðið Gunnhildur og Glói Fúfú og fjallakrílin Sagan af bláa hnettinum Sverðberinn Þokugaldur Frásagnarháttur getur m.a. verið • einfaldur • fágaður • flókinn • hlutlægur • hægur • hraður • ljóðrænn • raunsær

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=