Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
29 Fornbókmenntir Íslenskar bókmenntir sem rekja má til tímabilsins fyrir 1550 eru ýmist kallaðar miðaldabók- menntir eða fornbókmenntir. Orðið miðaldabókmenntir á betur við ef talað er um þetta tímabil í samhengi við heimsbókmenntir. Íslendingar áttu enga fornöld og þegar talað er um fornbókmenntir er átt við bækur sem eru frá miðöldum miðað við evrópska hefð. Árið 1550 urðu þáttaskil við siðaskipti og er hefð fyrir því að miða tímabilið í bókmenntasögunni við það ártal. Tímabilið eftir 1550 er jafnan kallað lærdómsöld. Fornnorrænn kveðskapur Til er töluvert af kveðskap frá 10. og 11. öld. Kveðskapurinn var ekki færður í letur fyrr en einni til þremur öldum eftir að hann var saminn. Eitthvað kann að hafa breyst í meðförum manna á þeim tíma. Flest þessara kvæða hafa varðveist á Íslandi en þau finnast einnig á hinum Norðurlöndunum. Fornkvæðin eru flokkuð í eddukvæði og dróttkvæði og hafa fastmótaðar reglur um bragform. Þau hafa skipað mjög stóran þátt í menningarfi Norðurlanda og sér- staklega Íslendinga. Máttr es munka dróttins mestr, aflar goð flestu. Kristr skóp ríkr ok reisti Rúms höll veröld alla. Skafti Þóroddsson, lögsögumaður (1004–1030) Helstu flokkar fornbókmennta fornaldarsögur Norðurlanda heilagra manna sögur Íslendingasögur Íslendingaþættir konungasögur samtímasögur riddarasögur biskupasögur Samantekt: Máttur guðs er mestur. Guð orkar flest. Voldugur Kristur skapaði alla veröld og reisti Rómarhöll.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=