Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

28 hvernig höfundur leikur sér að bókstöfum eða greinarmerkjum. Hann getur t.d. ákveðið að nota eingöngu lágstafi eða engin greinarmerki. Þegar form óbundins máls er skoðað eru blaðsíður taldar, kaflaskipting, fyrirsagnir og fleira sem talið er mikilvægt að nefna. Fornaldarsögur Norðurlanda Fornaldarsögur Norðurlanda eiga sér ekki endilega stað á Norðurlöndum líkt og nafnið bendir til heldur víðs vegar um norðanverða Evrópu. Söguefni þeirra má rekja allt aftur til fjórðu og fimmtu aldar. Þetta eru þær sögur sem sagðar voru til skemmtunar á íslensku á miðöldum og lengi síðar. Íslendingasögurnar eru yfirleitt hófstilltar í frásögn sinni og ýkjulausar en forn- aldarsögurnar eru alger andstæða. Þær eru oft á mörkum þess að vera hrein ævintýri. Oftast segja þær frá hetjum og víkingum sem voru eða voru ekki uppi á fyrrgreindum tíma því að sumar persónurnar eru hreinn skáldskapur. Sem dæmi um ýkjustíl fornaldarsagnanna hafa menn þar hamskipti eins og ekkert sé, geta orðið mörg hundruð ára gamlir, margir metrar á hæð, geta ferðast um neðanjarðar jafnt sem í háloftum eða í sjó, geta skotið örvum af hverjum fingri og haft byr í seglin þótt logn sé. Í þeim er einnig að finna hinar voðalegustu ófreskjur, finngálkn og dreka ásamt tröllum, dvergum, álfum og hvers konar vættum. Sagt hefur verið að í þessum sögum birtist drauma- heimur alþýðunnar og í þeim heimi er ekkert vandamál svo stórt að hetjan geti ekki leyst það. Mennirnir eru stærri, sterkari og vitrari en í raunveruleikanum og konurnar stórbrotnari og fegurri; allt verður ævintýri líkast. Þetta mikla hugarflug hafði geysilegt aðdráttarafl sem vinsældir sagnanna öldum saman sýna. Gott dæmi um þetta aðdráttarafl er rímnakveðskapur síðari alda. Varla er til sú fornaldarsaga sem ekki hefur verið sett saman ríma úr. Nokkrar fornaldarsögur Ásmundar sagakappabana Bósa sagaogHerrauðs Friðþjófs sagahins frækna Gautreks saga Gríms saga loðinkinna Göngu-Hrólfs saga Hálfdanar sagaBrönufóstra Hálfdanar sagaEysteinssonar Hálfs sagaogHálfsrekka Heiðreks saga Hervarar sagaogHeiðreks Hrólfs sagaGautrekssonar Hrólfs sagakraka Ketils sagahængs Norna-Gests þáttur Ragnars saga loðbrókar Tókaþáttur Tókasonar Völsunga saga Yngvars sagavíðförla Þáttur af Ragnarssonum Þorsteins þáttur bæjarmagns Örvar-Odds saga álfar drekar dvergar finngálkn ófreskjur tröll

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=