Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
27 Flökkusaga Flökkusögur eru frásagnir úr samtímanum sem eiga það sammerkt að vera uppspuni frá rótum. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að sagt sé frá sönnum atburðum en þegar betur er að gáð kemur í ljós að sögurnar eru ýktar eða upplognar. Þær skjóta upp kollinum aftur og aftur; í heita pottinum, á kaffihúsum, í frímínútum eða með öðrum orðum – þar sem fólk kemur saman og spjallar. Margar þeirra segja frá hrollvekjandi atburðum sem jafnvel fá hárin til að rísa. Nefna má atriði sem lesanda finnst óþægileg, s.s. frásagnir af morðum, slysum, kynferðis- málum, sjúkdómum eða frásagnir þar sem fólk er niðurlægt. Síðastliðið sumar lenti ein stelpa í alveg ótrúlegu máli. Hún fór til sólarlanda, sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Nema hvað. Þegar hún var nýkomin heim tók hún eftir bólu í hársverðinum rétt fyrir ofan ennið. Hún stóð fyrir framan spegil og fór að fikta í bólunni. Kroppaði aðeins í hana. Þá kom út fullt af pínulitlum kóngulóm. Hún hafði greinilega verið bitin í útlöndum. SKS Flækja Flækja er hluti af byggingu sögu, stundum kölluð atburðarás. Hún er stærsti hluti hefð- bundinnar skáldsögu, kemur á eftir kynningu og á undan lausn. Í flækjunni stigmagnast atburðarásin og hún nær síðan hámarki í risi sögunnar. Form Þegar talað er um form texta er fyrst og fremst horft til útlits hans. Bygging er skylt hugtak en á við um efnistökin. Umfjöllun um form fer eftir því hvort verið er að lýsa bundnu máli eða óbundnu, skáldsögu, ævisögu, leikriti, þjóðsögu eða annarri bókmenntagrein. Ljóðum er lýst með því að taka fram hversu erindin eru mörg eða ljóðlínurnar margar, fjölda atkvæða í hverri línu og fleira sem talið er skipta máli. Hluti af formi ljóðs getur falist í því
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=