Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

26 Ferskeytla Einn vinsælasti bragarhátturinn hér á landi er kallaður ferskeytla. Ferskeytla hefur fjórar ljóð- línur og endarím. Rímið kallast víxlrím, því fyrsta og þriðja lína lína ríma saman og svo önnur og fjórða. Rímið í fyrstu og þriðju línu er eitt atkvæði (karlrím) en í annarri og fjórðu er rímið tvö atkvæði (kvenrím). Í fyrstu og þriðju línu eru bragliðir fjórir en þrír í annarri og fjórðu. Ljóðstafir (stuðlar og höfuðstafur) eru notaðir samkvæmt reglum þar um. Flétta Hugtakið flétta tilheyrir því sem kallað er bygging sögu. Stundum er fléttan nefnd söguþráður eða atburðarás. Fléttan skiptist í upphaf eða kynningu, flækju og lausn. Til að lýsa fléttunni er gott að rekja söguþráðinn eftir tímaröð, lýsa atburðarásinni og segja frá helstu persónum og sögusviði eða umhverfi. Ævintýrið um Búkollu er vel þekkt – en um hvað fjallar það, hvernig er fléttan? Kynning: Karl og kerling búa í koti sínu ásamt syni sínum og kúnni Búkollu. Flækja: Dag einn hverfur kýrin. Karlssonur heldur af stað í leit að henni. Hann finnur hana hjá skessu og heldur af stað með hana heim. Skessan eltir hann ásamt dóttur sinni. Frásögnin af leitinni hefur ákveðna stígandi sem nær hámarki í risi sögunnar þegar skessan festist í gatinu. Lausn: Karlssonur nær heim með kúna. Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur, en verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Andrés Björnsson frá Brekku Ástin hefur hýrar brár en hendur sundurleitar. Ein er mjúk en önnur sár en þó báðar heitar. Sigurður Breiðfjörð Undarleg er íslensk þjóð: Allt sem hefur lifað, hugsun sína og hag í ljóð hefur hún sett og skrifað. Stephan G. Stephansson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=