Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

25 Erindi Kveðskap er gjarnan skipt í einingar sem kallast erindi. Lengd erinda og fjöldi þeirra getur verið mjög mismunandi. Erindi finnast bæði í hefðbundnum og óhefðbundnum kveðskap. Sumir bragarhættir hafa fastmótaðar reglur um fjölda erinda, t.d. bragarhátturinn sonnetta. Fabla Þegar atburðarás sögu er rakin í örstuttu máli er hún oft nefnd fabla. Þá er ekki gerð grein fyrir einstökum persónum, umhverfi eða tíma heldur sagt frá helstu þáttum í atburðarásinni í réttri tímaröð. Fabla skáldsögunnar Núll núll 9 eftir Þorgrím Þráinsson Þekkt persóna í íslensku þjóðlífi finnst myrt, frægri tónlistarkonu er rænt og forseta Íslands er sýnt banatilræði. Voveiflegir atburðir sem snerta alla þjóðina. Örlög íslensku þjóðarinnar eru í húfi þegar erlend ríki ásælast auðlegð Íslands. Aðeins einn maður virðist geta forðað þjóðinni frá því að lenda í höndum óprúttinna glæpamanna. Fagurbókmenntir Hugtakið fagurbókmenntir er notað yfir bókmenntaverk sem talin eru hafa mikið bókmennta- legt gildi. Þær njóta ákveðinnar virðingar meðal lesenda og eru nokkurs konar andstæða við afþreyingarbókmenntir og reyfara. Í fagurbókmenntum er oft einblínt á listræna framsetningu, stílbrögð, persónusköpun og dýpt og þær krefjast oft bæði einbeitingar og íhugunar lesanda. Halldór Laxness: Heimsljós Mynd túnglsins dofnaði þegar birti. Yfir hafinu var svartur veðramökkur í aðsigi. Hann heldur áfram inná jökulinn, á vit aftureldingarinnar, búngu af búngu, í djúpum nýföllnum snjó, án þess að gefa þeim óveðrum gaum, sem kunna að elta hann. Barn hafði hann staðið í fjörunni í Ljósuvík og horft á landölduna sogast að og frá, en nú stefndi hann burt frá sjónum. Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini. Bráðum skín sól upprisudagsins yfir hinar björtu leiðir þar sem hún bíður skálds síns. Og fegurðin mun ríkja ein.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=