Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

24 Bíddu hérna, Garún, Garún, meðan eg flyt hann Faxa, Faxa, upp fyrir garða, garða. Úr þjóðsögunni Djákninn frá Myrká Haust Nú daprast hagur dalaranns, nú deyja allar vonir manns, nú svíða gömul sár. Nú syrgja þeir og sakna mest, er sumarlífið áttu bezt. Nú hrynja – hrynja tár. Benedikt Gíslason frá Hofteigi Eftir Tómas Sæmundsson, vin og Fjölnismann „Dáinn, horfinn!“ – Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða? Hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. Jónas Hallgrímsson Erfiljóð Ljóð sem eru ort til minningar um látna manneskju eru kölluð erfiljóð. Þau eru oft trega- blandin en stundum er þeim ætlað að halda minningu hins látna á lofti eða rifja upp þætti úr ævi hans. Erfiljóð hafa lengi tilheyrt vinsælli grein skáldskapar á Íslandi. Eftir Jónas Hallgrímsson Íslands varstu óskabarn, úr þess faðmi tekinn og út á lífsins eyðihjarn örlagasvipum rekinn. Langt frá þinni feðra fold, fóstru þinna ljóða, ertu nú lagður lágt í mold, listaskáldið góða. Grímur Thomsen Ég segi, hef sagt og mun segja: sá fiskur sem ekki sýngur um allan heim, það er dauður fiskur. Það má ekki seinna vera að við hér á Íslandi förum að hafa sýngjandi fisk – með slaufu. Velkominn heim, kæri landi, að þínu forna og nýja borði hér á Laungustétt! Við trúum á þig. Þú ert hinn sýngjandi fiskur þessa lands þó það sé ég de la Gvendur sem segi það! Skál. Halldór Kiljan Laxness: Brekkukotsannáll

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=