Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
23 Endurminningar Endurminningar eru ein gerð ævisagna. Í ævisögum er fjallað um stóran hluta ævi einstak- lings. Endurminningar fjalla hins vegar um afmarkaðan tíma í lífi einstaklings eða tiltekna atburði sem hann hefur upplifað. Stundum eru endurminningar að hluta til skáldaðar. Algengt er að ýmsir þjóðþekktir einstaklingar skrifi endurminningar sínar eða fái einhvern annan til þess að skrifa þær fyrir sig eftir tilsögn. Þegar ég sit í þögn og ró og sendi hugann inn í lönd þess lengst um liðna, bregður fyrir einni og einni skýrri mynd – en umhverfis er óminnisskuggi og þögn. Þessar skýru myndir hafa stöðvast í skuggsjá barnssálarinnar og geymst þar öll þessi ár. Gleði, sorg eða einhver önnur sterk öfl hafa fest sumar í skuggsjánni, en nokkrar virðast svo hversdagslegar og í engu frábrugðnar, að okkur er það ráðgáta, hversvegna þær hafa mótazt í barnsminnið öðru fremur, - eins og t.d. þetta, sem ég held að sé mín allra fyrsta minning: Ég stend við rúmstokk og man hvernig ég er klædd. Ekkert annað. – En verið mér allar velkomnar, litlu myndir á fletinum dimma! Hulda: Úr minningablöðum Endurtekning Endurtekningar eru ein gerð stílbragða. Þær felast í því að endurtaka sama orðið, sömu setningu, ljóðlínu eða atburð. Stundum er orði eða setningu breytt örlítið, t.d. notaðar mis- munandi beygingarmyndir af sama orði, s.s. daglega, dagur, degi. Endurtekningar finnast jafnt í bundnu sem óbundnu máli. Tilgangurinn með endurtekningum er að skapa stemmningu, auka áhrifamátt, leggja þunga á merkingu sem fram kemur í textanum eða draga athygli að einhverju ákveðnu, t.d. tilfinn- ingum. Endurtekningar fá lesandann til að staldra við og íhuga, velta vöngum, jafnvel rifja upp það sem áður hefur verið sagt eða leggja það á minnið. Endurminningabækur • Bernskuminning : Ragnheiður Sverrisdóttir • Hann var kallaður „Þetta“: Dave Pelzer • Litið til baka: Kristinn Sæmundsson • Umkomulausi drengurinn: Dave Pelzer
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=