Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

21 Eddukvæði Eddukvæði og dróttkvæði eru tveir helstu flokkar skáldskapar á fornnorræna tungu. Þegar landnámsmenn settust að á Íslandi á 9. öld fluttu þeir þessar bókmenntir með sér og hér varð- veittust þær. Eddukvæði eru stór flokkur af höfundarlausum skáldskap sem skiptist í goða- kvæði og hetjukvæði. Goðakvæðin fjalla um norrænu goðin, þekktust þeirra eru Hávamál og Völuspá. Hávamál er jafnframt lengsta eddukvæðið, 164 erindi. Hetjukvæðin fjalla um bæði raunverulegar og óraunverulegar hetjur sem lenda í miklum og harmþrungnum átökum. Ein skýring á nafninu eddukvæði er að edda þýðir langamma eða sú sem geymir fornan fróð- leik. Önnur er sú að orðið sé dregið af latnesku sögninni edo, ég rita eða yrki. Safnið hefur líka verið kallað Sæmundar-Edda en það er byggt á misskilningi 17. aldar manna sem héldu að Sæmundur fróði hefði safnað kvæðunum saman. Eddukvæðin eru oftast ort undir bragarhætti sem kallast fornyrðislag. Hann hefur átta ljóð- línur. Ljóðaháttur er einnig algengur bragarháttur í eddukvæðum. Hann hefur sex ljóðlínur. Á tíma rómantíkur á 19. öld urðu þessir bragarhættir aftur vinsælir meðal skálda. Þá horfðu þau til fortíðar með aðdáunaraugum og rifjuðu upp sögur af glæstum hetjum og dáðum þeirra. Úr Hávamálum Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. En óvinar síns skyli enginn maður vinar vinur vera. Hávamál eru goðakvæði ort undir ljóðahætti. Þau hafa að geyma almenn heilræði til manna samkvæmt heiðinni lífsskoðun og trú. Auk þess geymir kvæðið frásagnir af Óðni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=