Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

20 Dæmisaga Dæmisaga er stutt frásögn í bundnu eða óbundnu máli. Eitt helsta einkenni hennar er að hún inniheldur boðskap sem ætlast er til að lesandi dragi lærdóm af. Viðfangsefnið tengist oft mannlegum breyskleika, s.s. græðgi, öfund, drambi og nísku. Boðskapurinn er oft settur fram með líkingu sem lesandinn þarf að skilja til að átta sig á honum. Stundum eru sögur eins konar blanda af dæmisögu og ævintýri. Það á t.d. við um sögu H.C. Andersen um nýju fötin keisarans. Eitt þekktasta safn dæmisagna eru líklega Dæmisögur Esóps . Lítið er vitað um Esóp þennan en álitið er að hann hafi verið uppi á 6. öld f.Kr. Líklega var hann þræll einhvers staðar á grísku eyjunum. Seinna var farið að safna sögum hans saman og nú skipta þær hundruðum. firða drótt: allir menn Refurinn og vínberin Dag nokkun læddist hungraður refur inn í víngarð til að leita sér ætis. Vínberin voru fullþroskuð og héngu í fögrum, purpuralitum klösum á vínviðargreinunum. En þær höfðu verið látnar vaxa uppeftir háu grindverki. Og hvernig sem refurinn teygði sig og stökk náði hann jafnvel ekki til neðstu greinanna. Um síðir gafst hann upp, sneri ólundarlegur til baka og tautaði: „Hvern gæti langað í önnur eins ber og þessi? Það sjá allir að þau eru súr eins og grænar sítrónur.“ Dæmisögur Esóps: Þýðing: Þorsteinn frá Hamri Nokkrar Æsópiskar dæmisögur (brot) Haninn rótar haugi í og hittir perlu í sorpi því; byggkorn, segir hann, betra er mér en birta sú sem stendur af þér. Heimskum lukkan hnossið oft í hendur ber. Furðaði sig firða drótt, fjöllin tóku léttasótt; af felmtri og ugg er fólkið þreytt, fæddist músargreyið eitt. Hlýst oft smátt af höggi því, sem hátt er reitt. Páll Vídalín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=