Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

19 Dagbók Dagbækur eru dagleg skrif einstaklinga um líðandi atburði ákveðins tímabils. Stundum halda stofnanir dagbækur. Í dagbókum er fjallað um óskylda hluti, t.d. mataræði, veðurfar, atburði líðandi stundar, tilfinningar og reynslu höfundar. Rithöfundar nota stundum dagbókarformið þegar þeir skrifa skáldsögur. Þá velja þeir sjónarhorn sögupersónu og skrifa í 1. persónu ein- tölu. Til eru heilar skáldsögur skrifaðar með dagbókarformi en algengara er að það sé notað sem hluti af skáldsögu. Dróttkvæði Orðið drótt er gamalt og merkir hirð. Dróttkvæði og eddukvæði eru tveir helstu flokkar fornnorræns skáldskapar. Dróttkvæðin eru mun stærri flokkur en eddukvæði. Þau innihalda yfirleitt lof um höfðingja eða eru lausavísur af einhverju tagi. Dróttkvæðin eru oft myrk og myndmál þeirra torskilið. Undir dróttkvæðum hætti er hver vísa oftast átta ljóðlínur og hver lína sex atkvæði. Orðaröð er oftast sundurslitin og mikið um svokölluð heiti og kenningar. Öfugt við eddukvæðin eru dróttkvæðin yfirleitt eignuð ákveðnum skáldum. Ber þar hæst Egil Skallagrímsson sem fyrstur Íslendinga orti lofkvæði til konunga. Þat mælti mín móðir, at mér skyldi kaupa fley ok fagrar árar fara á brott með víkingum, standa upp í stafni, stýra dýrum knerri, halda svá til hafnar, höggva mann ok annan. Egill Skallagrímsson, sjö vetra Úr Sláttuvísum Glymur ljárinn, gaman! Grundin þýtur undir. Hreyfir sig í hófi hrífan létt mér ettir, heft er hönd á skafti, höndin ljósrar drósar. Eltu! Áfram haltu! Ekki nær mér, kæra! Jónas Hallgrímsson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=