Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
Bundið mál og óbundið Bundið mál nær yfir allar tegundir af ljóðlist. Upphaflega vísaði hugtakið til þess að textinn var bundinn með ljóðstöfum og rími og farið eftir tilteknum reglum um atkvæðafjölda þegar orð voru valin eða þeim raðað saman í ljóðlínur. Stundum er formið hins vegar óhefðbundið og ekki farið eftir neinum reglum en orðalag og myndmál skapa ljóðræna heild sem hefur í för með sér að talað er um bundið mál en ekki óbundið. Bygging Allar frásagnir hafa einhvers konar byggingu, bæði bundið mál og óbundið. Við hefðbundna umfjöllun eða greiningu skáldsagna er gert ráð fyrir byggingu sem skiptist í þrennt, þ.e. kynn- ingu, flækju og lausn. Í kynningu eru persónur kynntar til sögunnar og sagt frá aðstæðum þeirra. Flækja er annað orð yfir sjálfan söguþráðinn sem nær hámarki í risi sögunnar. Sögu lýkur svo með lausn flækjunnar eða niðurlagi. Skiptingin er ekki alltaf alveg skýr og stundum geta þættir skarast eða fléttast saman. Þessi bygging er oft kölluð flétta sögunnar. Þegar bygging er skoðuð er gott að velta fyrir sér • Hvernig hefst sagan? • Hvernig er atburða- rásin byggð upp? • Hvernig er sagan gerð spennandi? • Hvaða atburðir eiga sér stað áður en sagan nær hámarki? • Hvar nær sagan hámarki? • Hvernig endar sagan? Flétta eða söguþráður • kynning: upphaf sögu eða inngangur • flækja: atburðarás sem inniheldur stígandi og ris • lausn: niðurlag eða lok sögu kynning flækja ris lausn 18 FLÉTTA SÖGU
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=