Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

17 Bréf Bréfaskriftir milli fólks hafa þekkst síðan í fornöld og bréf með bókmenntalegt gildi hafa verið skrifuð um aldir, sum hver hugsuð til útgáfu en önnur ekki. Margir rithöfundar hafa notað bréfaskriftir samhliða öðrum skrifum, bæði til persónulegra nota og með það í huga að þau yrðu birt. Talað er um sérstakan sendibréfastíl sem einkennir bréfaskrifin, það er stíll sem sjaldan finnst í hefðbundinni skáldsögu. Stundum hafa heilu bækurnar verið skrifaðar sem sendibréf tveggja eða fleiri persóna. Slíkar bækur eru jafnan kallaðar bréfaskáldsögur. Bréf hafa heilmikið heimildagildi, t.d. er hægt að lesa úr þeim hvernig fólk hugsaði á þeim tíma sem þau voru skrifuð, um ástamál, samskipti, rökræður, svo að ekki sé talað um málfar og stafsetningu, orðaval og frágang. Elskulegasta sonardóttir. Þakka þér ævinlega fyrir allar hlýjar kveðjur og hugulsemi. Eftir heimsóknina til þín í Eyjafjörðinn rifjaðist upp fyrir mér, að pilturinn þinn geðugi er líklega skyldur stúlku, sem afi þinn heitinn hafði mikið dálæti á, þegar hann var ungur og ólofaður. Ekki svo að skilja að það hafi verið annað en venskapur millum þeirra, en þó er aldrei að vita því ekki hafði hann mikinn frið fyrir kvenfólki, minn elskulegi ektamaður. Ég held skal ég þér segja, að ömmusystir vinar þíns sé þessi stúlka. Þú mátt endilega spurja hann, hvort það kunni að vera að hún Steinfríður heitin frá Litla-Koti sé skyld honum. Allt hennar fólk eru hinar ágætustu manneskjur, svo það mundi ekki draga úr ánægju minni að veta til þess, að þú mægðist við það fólk. Svo langar mig að trúa þér fyrir því, að hann Áki föðurbróðir þinn var ekki svo lítið skotinn í stúlku úr þessari familíju, áður en hann kynntist sinni fínu frú, og ég held svei mér þá að hann hafi bara alltaf séð eftir henni. Áki var hins vegar svo kvensamur, að ég held að stúlkunni hafi verið ráðið frá öllu samneyti við hann. Þetta sagði mér ólygin kona fyrir margt löngu. Enda kom á daginn, að Áki átti tvo drengi með stúlku framan úr firði, en það vissi enginn neitt um fyrr en þeir voru orðnir stálpaðir. Svona var nú lífið í þá daga. Þú mátt vita fyrir að ég hugsa til þín daglega og bíð eftir bréfi. Vertu ævinlega sem blessuðust og guði falin. Þín föðuramma. Sigurrós

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=