Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
16 Bragfræði Ein undirgrein bókmenntafræðinnar kallast bragfræði. Hún fjallar um skipulag og reglur hefð- bundins kveðskapar eða bundins máls, s.s. rím, ljóðstafi, atkvæðafjölda og línufjölda. Einnig um bragliði, áhersluatkvæði og áherslulaus. Til þess að geta sett saman rétt kveðnar vísur er nauðsynlegt að kunna eitthvað fyrir sér í bragfræði. Bragliður Bragliður er hugtak sem notað er í bragfræði. Í hverri ljóðlínu eru nokkrir bragliðir sem mynda hrynjandina eða taktinn í ljóðinu. Í íslensku er aðaláhersla á fyrsta atkvæði hvers orðs og létt á því næsta. Saman mynda þessar þungu og léttu áherslur einingu sem kallast bragliður. Í Íslenskum kveðskap er oftast talað um þrjár mismunandi gerðir af bragliðum: Tvíliður : Tvö atkvæði, það fyrra með þungri áherslu, hitt áherslulétt. Yfir kald an eyðisand Stúfur : Eitt áhersluatkvæði í enda ljóðlínu. Yfir kaldan eyði sand Þríliður : Þrjú atkvæði, það fyrsta með þungri áherslu, S y ng j and i sæll og glaður. hin tvö áherslulétt . Y fir kaldan ey ðisand ei nn um nótt ég sveima. N ú er horfið N orðurland, n ú á ég hvergi heima. Kristján Fjallaskáld Ljóðstafir, sérhljóðar Ljóðstafir, samhljóðar Karlrím = sand – land Kvenrím = sveima – heima Víxlrím = sand – sveima – land – heima Ljóðlína = nú á ég hvergi heima. 7 atkvæði, 3 bragliðir 1 2 3 1 2 3 4 5 6 7
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=