Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
15 Bókmenntastefna Skilgreina má hugtakið bókmenntastefna sem bókmenntaleg viðhorf eða einkenni semmóta verk rithöfunda á tilteknu tímabili. Sem dæmi um bókmenntastefnur má nefna rómantík , upplýsingu eða raunsæi . Þótt hver bókmenntastefna sé afmörkuð með tilteknum ártölum eru skilin oft óljós og tímabil renna saman. Einkenni hvers tímabils koma ekki aðeins fram í bók- menntum heldur einkenna þau strauma og stefnur í þjóðfélagsmálum, listum og menningu á hverjum tíma. Bragarháttur Bragur er samheiti orðsins kvæði. Bragarháttur merkir því hvernig kvæðinu er háttað til, hvernig það er formað og hvaða formreglum er fylgt. Hægt er flokka bundið mál eftir því hve margar ljóðlínur erindin hafa, eftir atkvæðafjölda í hverri ljóðlínu, hrynjandi, rími og stöðu þess í erindinu. Hver flokkur er síðan kallaður bragarháttur. Til er fjöldinn allur af bragarháttum, bæði íslenskum og erlendum. Ferskeytlan er líklega þeirra algengastur. Afhenda Þegar sólin sest er eins og sjórinn logi. Þá er gott í Grafarvogi. Ragnar Ingi Aðalsteinsson Brageyra Fólk sem hefur hæfileika eða næmleika til þess að semja ljóð eftir réttum brag- reglum er sagt hafa brageyra. Oft er talað um að hægt sé að þjálfa brageyra, að sumir séu með næmt brageyra eða lélegt, jafnvel ekki neitt. Margir hafa þá trú að gott brageyra auki hæfileika til að skrifa réttan texta eða læra utanbókar ýmsan texta t.d. til söngs, og fleira. Hægt er að hafa brageyra án þess að yrkja sjálfur. Nokkrir þekktir bragarhættir Afhenda, braghenda, draghenda, dróttkvæður háttur, dverghenda, fornyrðislag, langhenda, limra, ljóðaháttur, málaháttur, nýhenda, runhenda, samhenda, skammhenda, sonnetta, stafhenda, stikluvik, stúfhenda, úrkast og vikhenda.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=