Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

14 Bókmenntarýni Þegar skáldverk er lesið bregst lesandinn við efni textans. Hann greinir, meðvitað eða ómeð- vitað, hann túlkar og myndar sér skoðun. Þessi viðbrögð má kalla bókmenntarýni. Venja er að skipta henni í þrennt; lýsingu, túlkun og mat. • Lýsing felst í því að greina hlutlægt frá efni bókarinnar og fjalla um byggingu , frásagnar- hátt , persónusköpun , umhverfi og tíma. • Túlkun snýst um að útskýra efnið og rökstyðja með því að vísa í atriði í textanum, skoða boðskap, hneigð o.fl . Undir yfirborði bókmenntatexta liggur merking, eitthvað sem ekki er sagt berum orðum. Sá sem túlkar textann dregur þessa merkingu fram og tengir hana mannlegri reynslu eins og hún birtist utan bókmenntaverksins. • Mat felst í persónulegu og huglægu mati lesandans á verkinu. Bókmenntasaga Bókmenntasaga er vítt hugtak. Það nær í raun yfir sögu og þróun bókmennta frá upphafi til dagsins í dag. Margar erlendar þjóðir eiga mun lengri bókmenntasögu en Íslendingar. Okkar saga er um margt svipuð sögu nágrannaþjóðanna en ýmislegt er þó einstakt við hana, t.d. fornbókmenntir. Algengt er að skipta bókmenntasögu upp í tímabil og tala um fornbók- menntir, miðaldabókmenntir og nútímabókmenntir. Aðrar greinar eiga sér hliðstæða sögu, og tengjast að mörgu leyti hver annarri, nefna má listasögu, menningarsögu, tónlistarsögu og menntasögu. Bókmenntatímabil söguöld sagnaritunaröld lærdómsöld upplýsingaröld rómantík raunsæi nýrómantík módernismi póstmódernismi Í hnotskurn • lýsing • túlkun • mat

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=