Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

12 Barnagæla Barnagæla er heiti yfir kveðskap sem er ætlað að höfða til barna. Barnagæla getur verið þula, kvæði eða vísa, sungin með börnum eða fyrir þau, eitt erindi eða mörg. Oft eru barnagælur gamansamar en þær geta líka haft það markmið að hræða börn til hlýðni, koma þeim í ró fyrir svefninn eða gera þau að betri málnotendum. Sofi, sofi, sonur minn; sefur selur í sjó, svanur á báru, már í hólmi, manngi þig svæfir, þorskur í djúpi. Sofðu, ég unni þér. Kýr á bási, kálfur í garða, hjörtur á heiði en í hafi fiskar, mús undir steini, maðkur í jörðu, ormur í urðu. Sofðu ég unni þér. Við skulum ekki hafa hátt, hér er margt að ugga. Ég hef heyrt í alla nátt andardrátt á glugga. Þjóðvísa Brot úr Ljúflingsdillu Bein mynd Ein tegund myndmáls er bein mynd. Þá er dregin upp einföld, listræn og oft áhrifamikil mynd úr veruleikanum án líkinga. Höfðað er til sjónar svo lesandinn eigi auðvelt með að sjá myndina í huga sér. Slysaskot í Palestínu – brot Lítil stúlka. Lítil stúlka. Lítil svarteyg, dökkhærð stúlka liggur skotin. Dimmrautt blóð í hrokknu hári. Höfuðkúpan brotin. Kristján frá Djúpalæk

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=