Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

11 Ástarsaga Í ástarsögum er ástin í brennidepli. Sögupersónur glíma oftar en ekki við einhverja erfiðleika sem tengjast samskiptum þeirra á milli og hindra hamingju þeirra. Sem dæmi má nefna illgjarnt slúður, afbrýðisemi og ófyrirsjáanlega atburði. Algengt er að sögupersónur nái saman í lokin. Þótt sögur hafi ástina að viðfangsefni er ekki víst að þær flokkist sem ástarsögur. Ástarsaga getur verið sögð í bundnu máli jafnt sem óbundnu. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Vatnsenda-Rósa Barnabækur Fyrstu bækur sem voru ætlaðar börnum komu út í Evrópu á 18. öld. Þær voru ekki hugsaðar sem afþreyingarbókmenntir líkt og margar nútíma barnabækur heldur var þeim ætlað að vera uppbyggjandi, fræðandi og siðbætandi. Á Íslandi var lengi vel aðeins hægt að fá þýddar barnabækur eða bækur sem samdar voru af mönnum sem bjuggu erlendis. Fyrsta barna- bókin á íslensku hét Sumargjöf handa börnum . Hún kom út árið 1795. Á næstu öldum þróuðust barnabækur áfram til þess sem við þekkjum. Þær voru og eru af ýmsum gerðum, margar þýddar, aðrar frumsamdar. Sumar jarðbundnar raunsæissögur, ævintýri, bækur sem er ætlað að örva ímyndunarafl barna og sköpunargleði, stelpubækur og strákabækur, bækur sem ætlað er að taka á ýmsum vandamálum í nútímaþjóðfélagi, bækur með sálfræðilegum átökum, bækur sem er ætlað að hvetja börn til dáða. Sumar bækur taka á erfiðum málum • dauðsfall • einelti • fátækt • fötlun • ofbeldi • skilnaður • stríð • vinslit Margar gerðir barnabóka • prakkarasögur • vandamálasögur • ævintýrasögur • uppbyggilegar sögur • siðbótarsögur • þroskasögur Skurðstofulæknirinn „Við hlið hennar stendur ungur hvítklæddur maður. Augu hans eru dimmblá og djúp. Þegar augnaráð þeirra mætast er eins og tíminn standi kyrr. Hvar hefur hún séð þessi augu áður?” Sara er altekin af ást til yfirlæknisins en ýmsar hindranir standa í vegi fyrir hamingju hennar. Bók um ást, kærleika, svik og vonbrigði. Enn einn gullmoli frá þessum vinsæla höf- undi. Bók sem erfitt er að leggja frá sér ólesna . Bókaútgáfan BARA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=