Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

10 Ádeila Í ádeiluskáldskap er að finna gagnrýni á viðhorf, venjur eða siði í samfélaginu. Sem dæmi um atriði sem eru gagnrýnd má nefna misrétti, stéttaskiptingu, hernað, neysluhyggju, trúar- brögð, lífsgæðakapphlaup, mengun og stóriðju, skort á hluttekningu og skort á umhyggju fyrir nágrönnum sínum. Á hringvegi ljóðsins – brot Ég skal fara um þig orðum En umfram allt burtu héðan Úr helvíti neysluskyldunnar Sljóleika margtuggunnar Eitri dagblaðasúpunnar Sigurður Pálsson Liðsinni Blöð og útvarp flytja okkur fregnir af þjóðarmorðunum og nú ber öllum skylda til hluttekningar: svo við rífum úr okkur hjörtun, heingjum þau utaná okkur einsog heiðursmerki og reikum úti góða stund áður en við leggjumst til svefns á afglöpum okkar og snúum okkur heilir og óskiptir að draumlífinu. Þorsteinn frá Hamri Leifur Haraldsson hét maður sem var kostgangari á Ingólfskaffi í Reykjavík á árum áður. Eitt sinn var honum borinn matur sem honum líkaði ekki. Hann neitaði að borða matinn og sendi hann til baka í eldhúsið. Þegar hann svo las skammargrein í Alþýðublaðinu um atómskáldin sem blaðið sagði að væru ófær um að yrkja kom andinn yfir Leif og hann orti: Atómskáldin yrkja kvæði án þess að geta það. Á Ingólfskaffi ég er í fæði án þess að éta það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=