Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

100 Lestrardagbók Samhliða lestri getur verið gott að halda lestrardagbók þar sem þú skrifar hugleiðingar um efni sögunnar. Þú getur t.d. fengið þér litla stílabók eða skrifað í skjal sem þú geymir í tölvunni. Þú getur valið um hvað þú skrifar svo framarlega sem efnið tengist bókinni sem þú ert að lesa. Reyndu að skrifa að minnsta kosti 60–80 orð í hvert sinn sem þú skrifar. Þeim mun meira því betra, þeim mun oftar því betra. Gættu þess vel að skrifin þín séu skipulögð, hafðu fyrirsögn og dagsetningu við hverja dagbókarfærslu. Leggðu metnað þinn í að vanda málfar og stafsetningu. Eftirfarandi hugmyndir geta ef til vill hjálpað þér af stað: • Hvers vegna valdir þú bókina sem þú ert að lesa? • Hvað er að gerast í sögunni? • Hvað heldur þú að gerist næst í sögunni? • Lýstu einni persónu sögunnar. • Lýstu umhverfi sögunnar. • Á hvaða tíma gerist þessi saga og hvernig getur þú séð það? • Veldu stað í bókinni sem þér finnst fyndinn og gerðu grein fyrir í hverju fyndnin er fólgin. • Veldu stað í bókinni sem þér finnst vel skrifaður og útskýrðu hvers vegna. • Veldu atvik í sögunni sem þú hefðir viljað hafa öðruvísi. • Nefndu nokkur atriði sem þú mundir vilja hafa öðruvísi í sögunni. • Endursegðu hluta þess sem þú last síðast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=