Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
99 Nokkur góð ráð við lestur ljóða 1. Lestu ljóðið í hljóði og síðan upphátt. 2. Vandaðu framsögn. Gættu vel að hrynjandi, ljóðstöfum, þögnum. 3. Vertu viss um að skilja öll orðin í ljóðinu. 4. Kannaðu vel myndmál ljóðsins. Vertu viss um að þú skiljir það vel. 5. Veltu fyrir þér hvert þema ljóðsins er. 6. Skoðaðu vel byggingu ljóðsins. 7. Teiknaðu mynd sem tengist efni ljóðsins, annaðhvort á blað eða í huganum. 8. Endursegðu efni ljóðsins með eigin orðum. Nokkur góð ráð við lestur eða áhorf leikrita 1. Hvað veistu um höfund verksins? Þekkir þú t.d. fleiri verk eftir sama höfund? 2. Hvað segir nafn leikritsins þér hugsanlega um innihald þess? 3. Hvað skiptist leikritið í marga þætti? 4. Skoðaðu vel byggingu leikritsins, þ.e. kynningu, flækju, ris og lausn. 5. Hvert er þema verksins? 6. Hver gæti hugsanlegur boðskapur þess verið? 7. Getur þú greint ádeilu og þá hverja? 8. Er þetta gamanleikur eða harmleikur? 9. Útskýrðu föflu verksins í örstuttu máli. 10. Hvernig er spennan byggð upp? 11. Hvernig fá áhorfendur upplýsingar um liðna atburði? 12. Hvernig kemur fram hvar og hvenær atburðirnir eiga sér stað? 13. Hver er innri tími leikritsins, þ.e. hvað gerast atburðirnir á löngum tíma? 14. Hvernig leiksvið hæfir leikritinu að þínu mati? 15. Er hægt að greina einhverja ákveðna aðalpersónu og þá hverja? 16. Skipta leikararnir um klæðnað eða framkomu? 17. Virka samskipti leikaranna sannfærandi? 18. Hvernig tekst að halda lífi í samtölum? 19. Er eitthvað sem að þínu mati mætti betur fara?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=