Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

98 Mat þitt á skáldsögunni 1. Hvernig höfðar þessi saga til þín? 2. Hver er helsti kostur þessarar sögu? 3. Hvað finnst þér mega betur fara? 4. Er fjallað um raunhæfa atburði? 5. Hefðir þú haft eitthvað öðruvísi? 6. Hvaða orð lýsa efni sögunnar best að þínu mati? Nokkur góð ráð við lestur skáldsagna 1. Lestu eins oft og þú getur. 2. Lestu alls konar skáldsögur, léttar sögur og þungar, þýddar skáldsögur og frumsamdar. 3. Kynntu þér fleiri bækur eftir höfund sem þér líkar vel við. 4. Spyrðu aðra hvað þeim finnst um bókina sem þú ert að lesa. 5. Leitaðu á Netinu að upplýsingum um bókina sem þú ert að lesa. 6. Flettu bókinni og athugaðu hvort leturgerð og umbrot höfði til þín. 7. Skoðaðu textann á baksíðunni og athugaðu hvort það sem þar stendur veki áhuga þinn. 8. Skoðaðu ritdóma um bókina þegar þú hefur lesið hana og íhugaðu hvort þú sért sammála því sem kemur fram. auðlesið áhugavert einfalt erfitt flókið forvitnilegt fullkomið fyndið fyrirsjáanlegt leiðinlegt of langt of stutt skemmtilegt sorglegt spennandi torskilið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=