Hreinthaf - Plast á Norðurslóðum

48 „Ég heiti Bo Eide. Ég bý í Tromsö í norður Noregi. Hafið er mér mikilvægt af mörgum ástæðum. Mér finnst fiskur góður og ég nýt þess að sigla á sjónum. Mér finnst gaman að horfa á sólsetrið og sjá sjófuglana leika sér og leita að fæðu. Það er alltaf hægt að sjá eitthvað spennandi og áhugavert á stöndinni og á hafi úti og við þurfum að gæta þess að halda hafinu hreinu. Ég hjálpa hafinu með því að skipuleggja strandhreinsanir og með því að hreinsa strendur á ferðummínum, einn eða með vinum. Ég tek mikið af myndum af ruslinu sem ég finn til að sýna fólki hversu mikið er af því í hafinu. Það er mikilvægt að muna að allt ruslið sem við finnum á ströndinni er aðeins lítill hluti af því rusli sem er í hafinu. Þegar við tínum rusl, reynum við að komast að því hvaðan það kemur svo að við getum beðið fólkið sem henti rusl- inu um að hætta því. Plast og rusl getur skaðað dýrin, fólkið og umhverfið. Bo Eide — Noregur Þú getur hjálpað hafinu með því að læra eins mikið um það og þú getur og um dýrin sem búa þar. Þá munt þú skilja að við eigumað gæta hafsins og dýranna. Við eigum að hætta að henda rusli í hafið eða á jörðina því að ruslið endar oftast í hafinu. Ég hvet ykkur til að fara niður á strönd og sjá hve fallegt hafið er.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=