Hreinthaf - Plast á Norðurslóðum
40 Hvernig getur þú hjálpað hafinu? Hvort sem þú býrð við ströndina eða inni í landi getur þú hjálpað hafinu ámarga vegu. Þú getur verið góð fyrirmynd og sagt öðrum frá mikilvægi hafsins. Þú getur notað minna plast, gætt að því hvað fer í niður- fallið á baðherberginu og passað upp á að koma um- búðum í endurvinnslu þegar við erum á ferðinni. Nú veist þú hve mikilfenglegt hafið er. Hafið hefur mikil áhrif á líf okkar og við höfum mikil áhrif á hafið. Hafið veitir okkur helming þess súrefnis sem við öndum að okkur, flestar lífverur á Jörðinni búa í hafinu og það færir okkur mat, innblástur og skemmtun. Mannfólkið getur ekki verið án hafsins og því er mikilvægt að við berum virðingu fyrir því og verndum það.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=