Hreinthaf - Plast á Norðurslóðum
36 Er plast í hafinu? Mikið af því plasti sem er notað í heiminum lendir úti í náttúrunni. Stundum er því bara hent beint á götuna, stundum fýkur það t.d. úr opinni ruslafötu og stundum kemur það frá skipum eða fyrirtækjum. Á hverju ári fara um átta milljón tonn af plasti í sjóinn. Það er ansi mikið! Einn stór fíll er eitt tonn. Það þýðir að plastið sem fer í sjóinn vegur jafn mikið og átta milljón fílar á hverju ári! Verndum dýrin Plast á röngum stað? Plast getur verið hættulegt dýrum eins og fuglum, fiskum og öðrum sjávardýrum. Dýrin geta flækst í plastinu og halda jafnvel að það sé matur. Þegar dýrin hafa borðað mikið af plasti halda þau að þau séu södd og fá ekki næga næringu. Plast sem rekur á strendur kemur stundum langt að. Haf- straumarnir flytja plastið í hafinu langar leiðir. Plast- mengun á einum stað hefur því áhrif á náttúruna á öðrum stað. Jafnvel þó að staðurinn sé mjög langt í burtu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=