Hreinthaf - Plast á Norðurslóðum

34 Umhverfismerkin hjálpa okkur Sumar vörur og hlutir eins og tannkrem og hreinsiefni eru merktar með umhverfismerkjum. Umhverfismerkin hjálpa okkur að þekkja vörur sem eru minna skaðlegar náttúrunni. Umhverfismerkin fimm segja til um að hlut- irnir eru án örplasts. Er hægt að ganga gegn örplasti? Stór hluti þess örplasts sem finnst í hafinu kemur frá bíl- dekkjum. Dekkin eru úr plastblönduðu efni og þau tætast upp og eyðast með mikilli notkun. Plastagnirnar fara út í andrúmsloftið og á göturnar og renna með regn- vatni út í sjó. Ef þú hefur kost á því þá getur þú hjálpað hafinu með því að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast í skólann. Það er ekki bara hollt fyrir heilsuna heldur líka náttúruna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=