Hreinthaf - Plast á Norðurslóðum

33 Plast í feluleik? Plast leynist í mörgum vörum. Vissir þú að það er plast í t.d. bleyjum, blautklútum, pappadiskum, pappírsbollum, tyggjói og sígarettustubbum? Stundum er plastið svo smátt að það sést varla. Örplast eru plastagnir sem eru minni en 5 mm að stærð. Svona litlar plastagnir hafa fundist allstaðar á jörðinni, í hafinu, í jöklum, í stöðuvötnum, á botni sjávar, fjallstoppum og allstaðar þar á milli. Sumt örplast verður til því aðplasthluturinnhefur brotnað niður í smáar agnir. En annað örplast er búið til í verk- smiðju og sett í vörur eins og krem og tannkrem. Plast eyðist ekki. Það brotnar aðeins niður í smærri agnir og verður að örplasti. Allt plast sem hefur verið búið til er því enn þá til nema það hafi verið brennt. Varst þú ein- hvern tíma í einnota bleyju? Heldur þú að hún sé enn þá til?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=