Hreinthaf - Plast á Norðurslóðum

30 Hvert er vandamálið? Vandamálið við plast er ekki plastið sjálft heldur hvernig við notum það og hversu mikið við notum. Plast er allt of sniðugt og gott efni til að nota bara einu sinni og henda. Mengun virðir engin landamæri Mengun er það þegar ákveðin efni flæða út í umhverfið í því magni að þau valdi skaða. Efnin sjálf eru ekki alltaf skaðleg en þau verða skaðleg þegar það er komið of mikið af þeim á rangan stað. Þegar það gerist þá geta þau valdið tjóni á heilsu fólks og dýra og óhreinkað vatnið, landið og loftið. Það má segja að plast og sykur séu dæmi um svona efni. Í ákveðna hluti er gott að nota plast, líkt og í reiðhjóla- hjálm en þegar plastið lendir í náttúrunni er það orðið að vandamáli. Ekki má henda gömlum hjálmi beint út í náttúruna! Sykur er í sjálfu sér ekki skaðlegur. Hann er unninn úr náttúrulegum ávöxtum, rótum og blómum en ef við borðum of mikið af sykri getur hann valdið skaða, okkur verður illt í maganum og tennurnar skemmast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=