Hreinthaf - Plast á Norðurslóðum

29 Uppfinning sem breytti miklu Plast er sniðugt efni. Það er vatnshelt, endingargott og ódýrt. Plast getur veriðörþunnt ogmjúkt einsogplastpoki eða grjóthart og eldþolið eins og legókubbar. Þegar við flokkum plast þá er stundum hægt að endurvinna það og búa til nýja hluti úr plastinu. Plast var fundið upp fyrir meira en 100 árum. Fyrr á öldum notaði fólk önnur efni til að búa til nytsamlega hluti. Sem dæmi má nefna tré, gler, leir, málm, bein, skinn og jafnvel vambir! Í dag er plast notað í hjálplega hluti líkt og reið- hjólahjálma og björgunarvesti. Plast hefur hjálpað til við að létta farartæki líkt og bíla og flugvélar og svo er plast notað utan um mat svo að hann skemmist síður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=