Hreinthaf - Plast á Norðurslóðum

Hafið gerir Jörðina lífvænlega Líf eins og við þekkjum það gæti ekki þrifist án hafsins. Til þess að lifa þurfum við mat, súrefni, skjól og vatn. Nánast allt vatn á Jörðinni er í hafinu. Annar hver andardráttur kemur frá hafinu! Við þurfum að anda til að lifa af og helmingur þess súrefnis sem við öndum að okkur kemur frá örsmáum lífverum í hafinu sem heita plöntusvif. Plöntusvif eru örsmáar plöntur sem svífa um með hafstraumunum. Hafið hefur því mikil áhrif á líf okkar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=