Hreinthaf - Plast á Norðurslóðum

15 Hafið hefur áhrif á veður og loftslag Nánast allt regn sem fellur á jörðina hefur gufað upp úr sjónum. Þetta vatn gerir lífi kleift að þrífast á Jörðinni og nýtist okkur sem drykkjarvatn og til að vökva allt sem við ræktum. Sólin skín á hafið og vatnið gufar upp. Þegar gufan kólnar í loftinu þéttist hún og verður að regndropum í skýi. Þegar skýið kólnar rignir dropunum niður. Vatnið rennur svo aftur í sjóinn frá landinu með lækjum og ám. Þetta kallast hringrás vatns. Hvað þekkir þú mörg orð sem tengjast veðri? Kíktu út um gluggann. Hvernig er veðrið? Getur verið að hafið hafi áhrif á veðrið? Regn, þoka og vindur getur átt uppruna sinn í sjónum, sama hvar þú býrð! Heilabrot

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=