Hreint haf

— Jörðin er heimili okkar. Plánetan sem verndar okkur og veitir okkur líf. 09 UMRÆÐUSPURNINGAR — Hvaða aðstæður og atburðir þurftu að eiga sér stað til þess að þú yrðir á lífi í dag? — Hvernig förum við að því að lifa af á jörðinni? Hvað þurfum við til að lifa? Hvar á jörðinni getum við búið? — Hvaða lífverur má finna í og við skólann þinn? — Hvernig getum við viðhaldið lífbreytileika á jörðinni? — Hvernig væri umhorfs á jörðinni ef hún væri án vatns VERKEFNI Hollt er að gera sér grein fyrir því að við búum öll saman á einni jörð og að á jörðinni er eitt stórt haf. Breytingar á einum stað á jörðinni hafa áhrif á aðra staði. Hafið hefur áhrif á líf okkar og við höfum áhrif á hafið. Fjallað er um það í kaflanum Hafið og ég .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=