Hreint haf

08 BLÁA PLÁNETAN Jörðin hefur stundum verið kölluð bláa plánetan en um 71% yfir- borðs hennar er þakið vatni. Ef jörðin er séð frá öðru sjónarhorni en við erum vön, líkt og á bls. 5, þá sjáum við hversu mikill hluti hennar er umlukinn vatni. Vatn er undirstaða alls lífs á jörðinni. Menn þurfa að drekka vatn til að lifa og allar lífverur þarfnast vatns af einhverju tagi. Á jörðinni er ákveðið magn af vatni og það eykst hvorki né minnkar. Vatnið á jörðinni er í stöðugri hringrás sem drifin er áfram af sólinni. Ef við tækjum allt vatn jarðar og kæmum því fyrir í kúlu væri þvermál hennar . Það er lítið í samanburði við þvermál jarðar sem er um 12.740 km. Mestur hluti þessa vatns eða 96,5% er saltur sjór. Ferskvatn á jörðu, vatnið sem við drekkum, sem rennur í ám og er geymt í jöklum jarðar er því mjög dýrmætt. Allt ferskvatn jarðar kæmist fyrir í vatnskúlu sem er einungis 273 km í þvermál. Til að setja þetta í samhengi mætti segja að ef að jörðin væri á stærð við jógabolta, þá kæmist allt vatn jarðar inn í tennisbolta og allt ferskvatn kæmist fyrir í einni bingókúlu! Allar lífverur á jörðinni, hvort sem um er að ræða örverur á botni hafsins, lauftré í regnskógumeðamenn, eiga hafinu líf sitt að þakka. Allt vatn jarðar (sjór og ferskvatn) Allt ferskvatn jarðar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=