Hreint haf

Þó að menn hafi ekki fundið ummerki um líf á öðrum hnöttum er ekki hægt að útiloka tilvist geimvera. Mögulega eru þær allt öðruvísi en allt sem við þekkjum. 07 Það er gróðurhúsaáhrifunum að þakka að hægt er að búa á jörðinni. Of mikið af gróðurhúsalofttegundum gerir okkur þó lífið leitt því þær geta valdið of miklum hita á jörðinni, líkt og að jörðin sé í of þykkri lopapeysu. Jörðin er heimili okkar og eini staðurinn í heiminum sem við vitum með fullvissu, enn sem komið er, að geymi líf. Flestar lífverur búa frá sex km hæð yfir sjávarmáli og til 500 metra niður í sjóinn. Til eru um tveir milljarðar tegunda á jörðinni og eru lífverurnar því mjög fjölbreyttar. Hér finnast örverur, frumverur, plöntur, sveppir og dýr. Þessi mikla f jölbreytni lífvera kallast og er hann eitt af megineinkennum jarðarinnar. Til eru lífverur sem búa á meira dýpi, líkt og fyrrnefnd bessadýr, einfrumungar og krabbadýr sem hafa fundist á ellefu km dýpi í Maríönnugrófinni í Challengergjánni. Þar er mesta hafdýpi sem fundist hefur á jörðinni en það er álíka og vegalengdin frá Vest- mannaeyjum til Landeyjarhafnar. Lífhvolf jarðar, svæðið þar sem líf finnst á jörðinni er því ekki stórt. Allar lífverur sem við vitum um búa á um 20 km svæði, frá dýpsta hafsbotni upp í hæstu tinda jarðar. — Vatn er ein af forsendum lífs á jörðu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=