Hreint haf
06 LÍFIÐ ER SVO FÁGÆTT Hugsum okkur að við séum óralangt í burtu og horfum á utan úr geimnum. Vetrarbrautin samanstendur af ótal stjörnum og sólkerfum. Allar þessar stjörnur eru sólir, rétt eins og okkar eigin sól. Ef við fikrum okkur nær eigin heimkynnum þurfum við að setja stefnuna á Óríonsarminn þar sem sólin okkar er staðsett í vetrarbrautinni. Á leiðinni förum við fram hjá fjölmörgum sólkerfum. Þegar við komum í okkar sólkerfi sjáum við reikistjörnurnar snúast á sporbaug um sólina. Við förum fram hjá Neptúnusi, Úranusi, Satúrnusi, Júpíter og Mars áður en við komum heim á Jörðina okkar. Nú í fyrsta skipti á öllu þessu ferðalagi sjáum við ummerki um líf. Er við komum inn í jarðarinnar, mætum við harðgerðasta dýri hennar, bessadýri , sem finnst nær alls staðar á hnettinum. Einnig mætum við örverum, fuglum, smádýrum og gróðri á hæsta fjalli jarðar, Everest sem rís 8,848 km yfir sjávarmáli. Þér finnst kannski tilveran hversdagsleg en sú staðreynd að við erum yfirhöfuð á lífi er algjör slembilukka. Til þess að þú yrðir til hér og nú þurftu allar þínar formæður og forfeður að hittast á hárnákvæmum tíma, eiga nægan mat og hafa skjól yfir höfuðið. Aðstæðurnar á jörðinni þurftu einnig að vera réttar. Staða hnattarins í geimnum, fjarlægðin frá sólinni, hitastigið, vatnið á jörðinni og súrefnið í loftinu skapa okkur góð lífsskilyrði. Meðalhiti jarðar, 15°C hentar okkur vel. Þetta hitastig er ákveðnum efnum í lofthjúpnum, gróðurhúsalofttegundunum að þakka. Þetta eru meðal annars koltvíoxíð CO₂, metan CH₄ og vatns- gufa H₂O. Gróðurhúsalofttegundirnar gleypa í sig varma og halda hita á jörðinni, líkt og plánetan okkar væri í lopapeysu. Án þeirra væri meðalhiti jarðar -18°C. Þetta kallast gróðurhúsa- áhrif því það líkist aðstæðum sem verða inni í gróðurhúsum. Glerið hleypir inn geislum sólar en kemur í veg fyrir að varminn tapist aftur út. Þetta eykur afköst í ræktun grænmetis.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=