Hreint haf

30 — Nemendur í Sjálandsskóla vöktu athygli á plastmengun í hafi með því að draga plastskrímsli úr hafinu. Gott að hafa í huga: — Að hverjum beinist verkefnið? — Á að ná til samnemenda? Allra í skólanum, fjölskyldunni, vina, allra í hverfinu, þorpinu eða landinu? — Ætlið þið að reyna að hafa áhrif á verslanir? Framleiðendur? Ráðamenn? Miðlun upplýsinga/skapandi skil: — Hvernig ætlið þið að segja frá og ná til fólks? — Hvar? — Hver á að fá skilaboðin? Þið getið gert mynd, ljósmynd, slagorð, ljóð, myndband, samið leikverk, tónlist, gjörning, auglýsingu, skrifað bréf eða grein í blað eða gert hvað annað sem ykkur dettur í hug. Sama hvað þið gerið, þá er lykilatriði að deila því með öðrum, t.d. á samfélagsmiðlum skólans, hengja upp veggspjöld í kjör- búðinni, hafa samband við KrakkaRúv, RúvNúll, tala við fjöl- skyldu og ættingja o.s.frv. — Hvernig ætlið þið að hafa áhrif? — Að hverjum beinist verkefnið? — Hvernig ætlið þið að miðla upplýsingum? Hvað þurfið þið að nota í verkefninu? Getið þið fundið eitthvað heima? Eða í endurvinnslugámnum? Mikilvægt er að kaupa „ekki alltaf eitthvað nýtt“ og skapa ekki meiri mengun með verkefninu. Skiptið verkum. Hver í hópnum á að gera hvað? 03 — Efni og áhöld DÆMI UM VERKEFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=