Hreint haf
03 Á jörðinni er eitt stórt haf sem gerir reikistjörnuna okkar líf- vænlega. Annar hver andardráttur sem við öndum að okkur kemur frá hafinu. Hafið hefur áhrif á loftslag og veður, veitir okkur súrefni, fæðu og gerir okkur kleift að lifa á jörðinni. Loftslagsbreytingar, plastmengun og önnur mengunarhætta steðjar nú að hafinu og ef fram heldur sem horfir, verður þar meira af plasti en fiski árið 2050. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Heilbrigði hafsins er hnattrænt málefni sem snertir alla á jörðinni. Í þessu þemahefti lærir þú ummikilvægi hafsins fyrir allt líf á jörðinni og hvaða áhrif þú hefur á hafið. Þú og bekkjarfélagar þínir getið tekiðmálin í ykkar hendur og hjálpað hafinu og lífinu á jörðinni með því að hvetja fólk í kringum ykkur til að breyta háttum sínum. Þú hefur áhrif. — INNGANGSORÐ
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=