Hreint haf

29 VERKEFNALÝSING Tilvera manna og hafsins er tengd órjúfanlegum böndum. Hafið hefur áhrif á líf okkar og við höfum áhrif á hafið. Nú steðjar ógn að heilbrigði hafsins. Loftslagsbreytingar og mengun af mannavöldum hefur mikil áhrif á lífríkið og hring– rásir á jörðinni. Við þurfum því að taka málin í okkar hendur! Við þurfum að hafa áhrif! Í þessu verkefni eigið þið að hafa áhrif og taka til aðgerða. Komið þið auga á vandamál í ykkar nærumhverfi sem þyrfti að leysa? Hvernig gæti það stutt við heilbrigði hafsins? Markmiðið er að hafa raunveruleg áhrif! Þið getið t.d. breytt háttum ykkar, breytt einhverju heima hjá ykkur, í skólanum eða annars staðar eða reynt að hafa áhrif á aðra á einhvern hátt. Hér tala verkin sjálf. Hvernig getum við beitt áhrifum okkar til þess að hjálpa hafinu? Þið þurfið að nota hugarflugið og rökhugsun við verkefnið. Nauðsynlegt er að miðla til annarra og hafa áhrif. Hverju getið þið breytt í háttum ykkar eða í samfélaginu sem gæti verið hjálplegt hafinu? Hvað vitið þið um viðfangsefnið? Hverju viljið þið koma á framfæri? Hver eru skilaboð ykkar? Aflið ykkur upplýsinga um efnið, t.d. með því að leita á vefnum, lesa bækur, safna gögnum, fara í vettvangsferð og spyrja fólk sem þekkir vel til. Berið hugmyndir ykkar undir kennarann. 01 — Viðfangsefni og leiðarspurning 02 — Tilgáta og hugmyndir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=