Hreint haf

28 Við eigum auðvelt með breyta okkur sjálfum og koma auga á það sem við getum gert til að draga úr mengun og hjálpa hafinu. En hvernig finnum við út hvað þarf að gera í landinu okkar og á jörðinni? Við þurfum að skoða samfélagið með gagnrýnum augum og beita Hvað er það í samfélaginu og umhverfi okkar sem skaðar náttúruna og hafið? Hvernig er hægt að bregðast við því, breyta og hafa áhrif þannig að fólkið í samfélaginu fari að hjálpa náttúrunni og hafinu? Við getum haft áhrif á aðra. Áhrifaríkasta aðferðin til að hafa áhrif er að þrýsta á þá sem ráða og fræða annað fólk í kringum okkur um stöðuna. Hægt er að senda góðar hugmyndir til stjórn- valda, búa til auglýsingar, skipuleggja mótmæli, fara á fundi með bæjarstjóra/umhverfisfulltrúa og leggja fram óskir, skrifa í blöðin og margt fleira. Þegar þú færð kosningarétt er mikilvægt að kjósa fólk sem hefur loftslagið og velferð jarðarinnar í huga. Mundu að þú átt rétt á að bjóða þig fram til kosninga og hafa þannig áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru á landinu. Þú hefur áhrif. Að hafa áhrif á aðra — Greta Thunberg, fædd 2003, er sænskur aðgerðasinni sem hefur verið áberandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hún vakti athygli árið 2018 þegar hún settist fyrir framan ríkisþinghúsið í Stokkhólmi með skilti sem á stóð „Skólaverkfall fyrir loftslagið“. UMRÆÐUSPURNINGAR — Hvað getum við gert strax í dag til að styðja við heilbrigði hafsins? — Hvernig getum við fengið aðra með? — Hvað getum við gert til að ná athygli? VERKEFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=